ágúst 15, 2003

One of "those" days

Klukkan er ekki orðin 12 og ég er þegar búnað týna lyklunum mínum af bílnum, flugmiðanum mínum út til Japan og nú síðast veskinu mínu... Svo er ég búnað vera algjör glópur í vinnunni, var að lýsa á plötur og tókst að skemma alveg helling, sem er ekki sniðugt :s

Út af þessu lyklaveseni þá tókst mér að koma einum og hálfum tíma of seint í vinnuna í morgun.

Á maður að þora út á djammið í kvöld? Ég veit ekki hvort ég kemst lifandi heim með þessu áframhaldi.

Svan

Svan skrifaði 15.08.03 10:54
Comments

Ef þú ferð á djammið þá mæli ég allavega með því að þú fáir þér blað í spotta um hálsinn og skrifir á blaðið:

"If found dead, please return to:"
og svo heimilisfangið þitt.

Bara svona pæling...

Posted by: Vera at 15.08.03 12:45

Jamm, ég á eitt svoleiðis blað frá einhverri eyjaferðinni. Kannski maður noti það á djamminu í kvöld, þ.e. ef ég þori út úr húsi... :s

Posted by: Svan at 15.08.03 13:33

Farðu bara á djammið með kærustunni þá getur hún bara passað þig.

Posted by: Stóra egg at 15.08.03 14:01

Bíddu er þetta ekki bara venjulegur dagur hjá þér ;)

Posted by: Alda at 16.08.03 14:24

Velkominn í klúbb týndra lykla. Sökum biturrar reynslu hef ég ómældan skilning á pirringi þessum.

Posted by: Anton at 17.08.03 14:50
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?