Alli bauð okkur Sibbu og fleirum í Bortch (rússnesk kjötsúpa) í gærkvöldi. Súpan var snilld og svo var staupaður vodki sem hét Rusky Standard sem á víst að vera besti vodki í heimi. Jú, hann var virkilega góður, ég gat að minnsta kosti staupað ótæpilegt magn af honum (borðaði reyndar súrar gúrkur eftir hvert skot svona til að deyfa bragðið sem svínvirkaði), það var svona ljúft bragð að honum sem er óvanalegt með 40% vín.
Fór svo niðrí bæ, þar sem að allt Ísland virtist vera samankomið á einn stað og raðirnar á staði fáránlega langar. Ég endaði á því að fara frekar snemma heim...
Svan
Svan skrifaði 17.08.03 16:50Ég gafst upp á bænum um kl.1. Ekkert nema sauðdrukknir unglingar (börn) og endalaus troðningur. Ekki nógu pent fyrir mig.
Posted by: Helga at 18.08.03 08:22Það er einmitt virkilega langt síðan ég hef verið svona lengi í bænum ;)
Posted by: Vera at 18.08.03 09:33