ágúst 29, 2003

Heimferðin

Jæja, þá er ég kominn heim. Það var nú meira helvítis vesenið að komast hingað, god damn it... 2 og hálfur tími er augljóslega ekki nóg til að komast frá Oxford Street til Standsted og við Andri vorum alveg hrikalega tæpir á að ná fluginu en það tókst á endanum.

Planið var að taka Tube-ið til Liverpool station og þaðan til Standsted en þar sem við vorum frekar seinir þá tókum við leigubíl í staðinn sem kostaði okkur 100 pund sem er um 13 þúsund kall íslenskar. Á leiðinni þá komumst við að því að það varð rafmagnsbilun í fjölmörgum lestum í London, þar á meðal lestinni frá Liverpool station til Stansted og ef við hefðum tekið hana þá hefðum við misst af vélinni. Þegar við komum á flugvöllinn þá hlupum við niður fullt af fólki í leit að "check in"-inu og ætluðum að henda öllum farangrinum okkar á færibandið, en neeeeiiii...helvítis afgreiðslukonan þurfti að vera erfið og neitaði að taka við tveimur töskum og sendi okkur á annan stað í flugstöðinni með þær töskur og við hlaupandi eins og við ættum lífið að leysa á milli staða. Ástæðan fyrir því að hún vildi ekki taka við þeim: það gæti verið möguleiki á að pokinn utan um tjaldið gæti opnast og að dýnan gæti dottið af bakpokanum mínum...

Anywho þá hlupum við framhjá lengstu röð í heimi til að sýna passana okkar og farmiða, sem fór frekar mikið í taugarnar á konunni sem var fremst í röðinni því hún hafði greinilega beðið lengi, og heyrði ég hana rífa kjaft við konuna sem var að skoða miðana...ég og Andri héldum áfram að hlaupa, og eins og venjulega þá þurfti Andri næstum að fara úr öllum fötunum svo að það pípti ekki á hann málmleitartækið.

Svo rétt svo náðum við í lest sem flytur á milli staða í flugvellinum og hlupum þaðan í gate-ið sem flugvélin okkar var í og munaði 4-5 mínútum að við misstum af fluginu......"ef" flugið hefði lagt af stað á réttum tíma.....við sátum í flugvélinni í svona þrjú korter nánast búnað vera á hlaupum stanslaust í hálftíma til að ná vélinni því að flugstjórinn vildi taka tillit til þeirra sem tóku tube-ið til Stansted og töfðust út af rafmagnsbiluninni...og þeir misstu af vélinni.

Lendi í Keflavík og það vantaði eina tösku hjá mér. Töskuna með öllum fötunum mínum og nánast öllu því sem ég keypti. Ég skrifa það reyndar á hversu ótrúlega seinir við vorum og býst ég því við töskunni ekki á morgun heldur hinn...

En nú er ég þreyttari en allt í heiminum og ætla að fara að sofa, enda búið að vera frekar erfiður dagur.

ps. Takk allir þeir sem óskuðu mér til hamingju með afmælið, hvort sem það var m. sms-i, bloggfærslum, commentafærslum, símtali eða bara face-2-face :)

Svan

Svan skrifaði 29.08.03 00:17
Comments

Kannski dáldið seint. En whatever. Til hamingju með afmælið.

Posted by: Anton at 29.08.03 22:04

Enn þá seinna en samt til hamingju með afmælið!

Posted by: Biggi Stef at 03.09.03 20:43

Thanx :)

Posted by: Svan at 04.09.03 15:46
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?