september 02, 2003

Dýr fíkn

Jæja, þá er ég búnað koma mér upp rándýrri fíkn. Ben & Jerry's ís. Innan við hálfur líter af þessum ís kostar tæpan 800 kall í 10/11 og er ég orðinn svo hrikalega húkkt á nokkrum tegundum að ég er hálf hræddur. Ég fékk til dæmis alveg sjúklega þörf fyrir svona súkkulaði ís með hvítu og dökku súkkulaðibitum, súkkulaði húðuðum valhnetum, súkkulaðihúðuðum picstasíuhnetum og súkkulaðihúðuðum almond hnetum... þetta er alveg hættulega góður ís...

Svan

Svan skrifaði 02.09.03 19:04
Comments

þú vogar þér ekki að kynna mér fyrir honum!

Posted by: dússy at 03.09.03 09:14

ég kaupi BARA svona ís í útlöndum þar sem hann er á siðsamlegu verði!!! Læt mér ekki detta í hug að versla smádollu af ís á svona marga peninga... þetta er hreint rán.

Svo ætti líka að skamma þetta fólk sem flytur hann inn... ég varð alveg rosalega kát þegar ég frétti að ben'n jerry's væri komið til landsins... og svo bara nei nei... hann kostar skrilljón!!!

Posted by: Vera at 03.09.03 13:02

Bara svona smá vangavelta.

Ertu nokkuð ófrískur? Þetta er alveg lýsandi dæmi um hvernig ófrískar konur haga sér stundum.

Nei var bara að pæla!

Posted by: Maja at 03.09.03 13:50

Neibb, ég held að ég eigi ekki von á barni en það má svo sem tékka á því. Spurning um að verða sér út um þungunarpróf og pissa í bolla...

Posted by: Svan at 03.09.03 17:15

Allur er varinn góður.

Sérstaklega þar sem þú ert að fara til Jappalands.

Posted by: Maja Bee at 05.09.03 19:48
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?