september 08, 2003

Reunionið

Fór á tíundubekkjar reunion á laugardaginn. Þetta var á kaffihúsi á Garðatorgi, þannig maður var bara á vappi í glerhúsinu sötrandi bjór og hafandi það nice. Voðalega mikið svona catching up dót í gangi, allir að spyrja hvað hinir og þessir væru að gera og svo framvegis. Fullt af fólki komið með krakka og nokkrar voru með bumbu, sem aftur undirstrikaði það f. mér hversu "gamall" maður er orðinn. Endaði svo á því að fara á djammið með Eyjó á 22 og hitti þar Sibbu og Kára, týndi Eyjó fljótt og vorum til ca. 5. Lengsta leigubílaröð í Evrópu, þetta var álíka eins og gamlárskvöld (kannski ekki alveg, but you get the picture)...

Svan

Svan skrifaði 08.09.03 18:48
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?