Fór til tannlæknis áðan og er bólgnari en allt. Deyfing fer voðalega illa í mig, þ.e. af einhverjum ástæðum þá þarf ég að vera deyfður dáldið oft til að hún hafi einhver áhrif þannig ég lít út eins og hamstur í framann eftir heimsóknir mínar hjá tannsa. Anywhos þá lá ég þarna í stólnum með alveg tonn af drasli upp í mér og þá lítur tannlæknirinn allt í einu upp og segir "æj hver andskotinn" og hættir að gera það sem hann var að gera og starir upp í loftið með pirraðan svip. Ég að sjálfsögðu fékk svona nett panikkast og reyndi að mumla eitthvað, en þá sagði hann mér að hann hefði gleymt að hleypa hundinum út í morgun...
Einhvernvegin þá datt mér eitthvað verra í hug :)
Djöfulsins bólga, ég lít út eins og ég sé með hálft kíló af munntóbaki í vörinni.
Svan skrifaði 09.09.03 09:00