september 14, 2003

2 dagar

Þetta er skrýtnast í heimi. Það eru tveir dagar í það að ég fer út...og ég er að fatta það fyrst núna einhvernvegin að ég sé að fara að yfirgefa landið. Ég er búinn að vera hálf melankólískur í allan dag því ég á eftir að sakna alveg ótrúlega margs hérna heima. Það sem held ég hafi aðallega fengið mig til að fatta þetta í morgun var það að fólk var ótrúlega mikið að kveðja mig í gær og svo er búið að rigna yfir mig símtölum frá ættingum og kunningjum í dag til að kveðja...

Kveðjupartýið í gær fór annars einstaklega vel og ég að minnsta kosti skemmti mér konunglega (fyrir utan þá staðreynd að ég varð kannski "aðeins" of drukkinn). Ég hafði það einhvernvegin á tilfinningunni að ég væri að sitja mína eigin erfidrykkju, stemmingin var einhvernvegin þannig. En mér sýndist fólk skemmta sér bara nokkuð vel, það vantaði reyndar nokkra en ég kveð þá bara sérstaklega :)

Bendt er farinn út. Fór í morgun klukkan korter í átta. Ég veit satt að segja ekkert hvernig málin verða með nettengingu þarna úti, ég vona að það verði netsamband í íbúðinni annars mun ég bara eiga heima á einhverju netkaffihúsinu í grenndinni nokkra klukkutíma á dag... :þ

Svan

Svan skrifaði 14.09.03 18:37
Comments

Fyndið að þú skulir segja þetta með erfidrykkjuna. Ég var einmitt að velta því fyrir mér að kveðjupartý sem þessi væri líklegast það næsta sem menn kæmust því að upplifa eigin erfidrykkju. Nema hvað fólk er almennt kátara í kveðjupartýjum.

Posted by: Ágúst at 14.09.03 21:38

bjána anna begga sem sofnar bara í partýdressinu þegar hún er á leiðinni á djammið. ég ætlaði svo að mæta. andsk.. helv.. djöfu.... vaknaði svo bara klukkan 10 á sunnudagsmorgun, ennþá í partýfötunum eins og versta fyllibytta en ekki enn komin útúr húsi og ekki farin að bragða neitt áfengt.....

sorrý svan, mér finnst þetta hræðilega leiðinlegt.

ég óska þess samt heitt og innilega að þessi ferð verði ævintýri frá upphafi til enda, svo heimta ég að heyra söguna þegar þú kemur heim;)

bestu skemmtun
þín vinkona
anna begga

Posted by: Anna Begga at 15.09.03 11:46

Ég var aftur á móti að þrífa skólan eftir djammið sem þú varst á kvöldið áður og bara treysti mér ekki til að keyra í bæinn kl. 21.

Ég kvaddi þig nú líka kvöldið áður. En hvað um það, ég tek undir orð Önnu Beggu - njóttu vel og virkilega skemmtu þér og viltu koma pakkanum til Takayo og ekki gleyma honum aftur.

Kveðja

Maja Býfluga

Posted by: Maja Bee at 17.09.03 18:44
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?