Ferðin gekk mjög vel fyrir sig. Ég svaf á leiðinni til Köben og á leiðinni til Sapporo sem eru bæði stuttu flugin, en langa flugið svaf ég ekki neitt. Ástæðan fyrir því var maðurinn sem sat við hliðina á mér. Hann var svona súkkulaðibrúnn pompus ameríkani með huges yfirvaraskegg sem var að tala um hvað BNA væri mesta og besta ríki sögunnar og um "Used Cars" bílasöluna sína, nánast alla leiðina. Þegar menn taka ekki hintinu þegar sá sem þú ert að tala við setur upp headphona spilar þá eins hátt og hann getur (það hátt að hann átti að heyra í þeim) og fer að spila tölvuleik og hættir að horfa á þig þá er eitthvað að.
Þar sem ég sat við hliðina á þessu manngulli í tíu til ellefu tíma þá var ég oft frekar nálægt því að missa mig við hann, en ég gerði það ekki og er ég frekar stoltur af því.
Það var dáldið magnað í fluginu þá var svona kort sem sýndi nákvæmlega hvar maður var á hverjum tíma sem og hæð og á hvaða hraða...svo kom flugmaðurinn reglulega og sagði hvar maður var og þegar ég heyrði "Now are we approaching Siberia" þá fyrst fékk ég svona "Hey, ég er kominn drullulangt frá Íslandi" hugsun.
Anywhos þá var ég mjög annars hugar alla þessa leið sem gæti útskýrt af hverju ég snappaði ekki á redneckinn við hliðina á mér.
Konan sem sat við hliðina á mér til Köben var alveg hrikalega breið og olnbogaplássfrek og sat í miðjunni, með mig út við gluggann og hrikalega horaða manninn sinn hinum megin. Ég náði sem betur fer að sofna og svaf eins og steinn alla leiðina :)
Versta ferðin var sú styðsta, ferðin á milli Tokyo og Sapporo. Í fyrsta lagi þá var vélin full af fötluðu fólki sem var með mikil læti. Ég sem var búnað sofa í samtals 5 tíma síðusta sólarhring (og er enn ekki búnað sofa síðan) var frekar pirraður, en náði samt að leggja mig nánast um leið og ég hallaði mér aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég að drepast í eyrunum því þrýstingurinn var svo mikill, og var ég greinilega ekki einn um að finnast það því lætin í farþegunum voru alveg hrikaleg (minns ennþá með hausverk údaessu).
Bendt og Takayo sóttu mig á flugvöllinn í Sapporo (já Maja ég gaf henni gjöfina þína :þ) og var það voðalega ljúft. Næsta mál á dagskrá hjá mér er að koma öllum raftækjunum mínum af stað og kaupa síma og reyna að koma neti inn í herbergið mitt...það var verið að segja mér að startkostnaðurinn sé um 80.000 yen og yenið er á 70 aura. Sem sagt dýr pakki. Á morgun er það samt ferð á vegum skólans þar sem við skoðum hin og þessi landmark á eyjunni.
Svan
Svan skrifaði 17.09.03 11:49Hringdir þú áðan?
Ég var í baði :$
Er ekki í baði lengur :D
Gott að þú ert kominn á áfangastað án major áfalla ;)
Posted by: Sibba at 17.09.03 12:04jamms, eg hringdi adan. reyni aftur a eftir :)
Posted by: Svan at 17.09.03 12:26Takk eskan, bara sætastur.
Ég er samt mest stolt af því að þú skyldir muna eftir henni, gjöfinni sko.
Mundu bara þetta verður frábær tími sem tekur enda. Klakinn er ekki samur án þín.