september 19, 2003

Tveggja daga ferðin

Mjög furðuleg ferð. Í fyrsta lagi voru þetta bara skiptinemar í ferðinni, 1 rússi, 2-3 frakkar, 2 þjóðverjar, 1 kani, 1 ítali, töluvert af kóreubúum, meira af kínverjum og svo ég og Bendt. Það var svona kona sem var að segja (eflaust) mjög merkilega hluti um staðina sem við vorum að keyra í gegnum, en það á Japönsku sem einungis örfáir skyldu. Alla helvítis leiðina blaðraði hún á Japönsku á meðan 95% þeirra sem voru á staðnum ypptu öxlum og skyldu ekki neitt.

Svo hafði þessi kona líka öðru afar mikilvægu hlutverki að gegna. Þegar rútan þurfti að bakka eitthvað þá hljóp hún út með flautu og flautaði tvö stutt flaut dáldið oft þangað til að rútan átti að stoppa, þá flautaði hún tvö stutt og eitt langt. Þetta þótti mér afar fyndið starf.

Staðirnir sem við fórum á voru eiginlega fæstir eitthvað merkilegir. Ég reyndar svaf af mér útsýnisferðina upp á Hakkodate fjall, þannig ég veit ekkert um þá ferð, en merkilegast af öllu fannst okkur public bath house-ið á efstu hæðinni í hótelinu. Við ætlum most definetly að finna svona í Otaru, þetta var bara of nice :)

Svan

Svan skrifaði 19.09.03 11:29
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?