september 19, 2003

Skemmtilegt starf

Ég og Bendt fórum í baðhús í hótelinu sem við vorum á í síðustu nótt. Þetta baðhús gekk basicly út á það að maður gekk úr herberginu sínu í slopp einum fata upp á tólftu hæð og fór þar úr og í sturtu og ofan í pott. Konur og karla aðskild því fólk var bara þarna á vappi nakið. Inn í karlaklefanum voru iðulega ein til tvær konur að þrífa. Sem sagt tuttugu til þrjátíu naktir karlmenn og tvær konur á vappi þarna um eins og ekkert væri eðlilegra. Við að sjálfsögðu kipptum okkur ekkert upp við þetta, en einhvernvegin ímynda ég mér að þeim leiðist ekkert voðalega í vinnunni, allavegana myndi mér ekki leiðast ef ég væri að vinna hinum megin.

Svan

Svan skrifaði 19.09.03 11:57
Comments

Þú kæmir líka afskaplega miklu í verk illinn þinn :þ

Posted by: Sibba at 19.09.03 19:54

Ég myndi ekki þora öðru, annars ætti ég á hættu að missa þessa annars frábæru vinnu :þ

Posted by: Svan at 23.09.03 06:39
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?