september 21, 2003

Sentimetrar

Nú er ég ekkert voðalega hávaxinn, eitthvað rétt rúmlega einn og áttatíu, en það er risavaxið hérna í Japan. Mér er sama þó ég sé hærri en flestir hérna, en það að geta ekki labbað inn um sumar dyragættir án þess að negla hausnum í dyrakarminn, fá í bakið þegar maður notar vaskinn heima hjá sér, geta ekki rétt úr sér í sturtu og svo framvegis er eitthvað sem gerir hvern mann brjálaðann. Nú skil ég vandamálið við það að vera of stór, þrátt fyrir að ég sé svona í meðalhæð.

Svan

Svan skrifaði 21.09.03 23:33
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?