Jæja, þá er ég að fara að skrá mig sem innflytjanda í borgarskrifstofunni í Otaru. Mér fannst það heví fyndið, ég fór í súpermarkað í gær og þá var lítið barn sem starði á mig og benti á mig og spurði foreldra sína að einhverju...ætli ég hafi ekki verið fyrsti hvíti einstaklingurinn sem barnið sér með berum augum.
Svo lentum við Bendt í ótrúlega fyndnum gaur í gær, hann sá það á okkur að við vorum ekki þaðan (well duh) og fór að blaðra við okkur á ensku. Um ekki neitt...gersamlega ókunnugur maður.
Hi, where are you from? What's your hobby? Where are you going? Are you gonna stay here long? You want to know my hobby? Gersamlega ókunnugur maður, höfðum aldrei séð hann áður. Mjög fyndið.
Svo sá ég einhvern hóp af gaurum vera að spila Yu-Ghi-Oh fyrir utan einhverja búð og ég fór inn til að gá hvort það væru seld Magic spil þarna, en nei :( Ég verð þá að leita betur.
Svan
Svan skrifaði 22.09.03 00:03Æj, greyið mitt, alveg að koma vika án Magic.
Þú átt alla mína samúð ;)
Posted by: Ágúst at 22.09.03 00:08Jamm, þetta er alveg hrikalegt. Ekki einu sinn online heldur ;) En maður lifir, maður er nú ekki það húkked á þessu (sjálfsblekking??? neiiii, alls ekki)
Posted by: Svan at 22.09.03 00:10Puh, vika án Magic.
Það eru aðrir hlutir sem er líklega erfiðara að komast af án.
;)
Posted by: Sibba at 22.09.03 00:16