Jæja, þá er minns búnað fá sér GSM síma. Númerið mitt er (0081) 9013808650. Þessi sími kostaði mig heil 2.700 yen sem er rétt undir 1900 kalli íslenskum, sem og að hann kostar mig 3.900 yen á mánuði og þar inni er frí símtöl fyrir 2.000 yen...sem eru rétt rúmar 12 mínútur í símtöl heim á klakann...að því gefnu að ég sé að hringja um kvöldin eða morgnana sem eru allar líkur á því að á þeim tíma sem það er rukkað 230 yen mínútan (161 kr.) þá er mið nótt eða rétt fyrir hádegi (og eins og allir vita þá er ókristilegt að hringja fyrir hádegi, sama hvað vikudagur er).
Reyndar þá get ég ekki hringt eitt né neitt út úr Japan fyrr en eftir kannski 2 vikur. Eitthvað furðulegt skrifræði, sem virðist vera ótrúlega mikið af hérna :s
Við létum tékka á því hvað það kostaði að fá net í herbergin okkar og okkur sýnist það vera um 13.000 yen sem rétt rúmur 9.000 kall. Það er náttla ekki neitt, og mánaðargjaldið er heldur ekki hátt...við ætlum að tékka betur á þessu á morgun.
Svan
Svan skrifaði 22.09.03 09:59Bara smá pæling....
Hvernig yrði staðan hjá þér ef þú kæmist alls ekki á net nema kannski svona einu sinni í viku og þá rétt til að kíkja á póstinn þinn og senda heim kveðjur?????
Hvað ætli þú yrðir þá lengi að gefast upp og koma heim?
Posted by: Maja Bee at 23.09.03 01:17Viltu fa thessa tolu i klukkustundum eda minutum?
Posted by: Svan at 23.09.03 01:28klukkustundum væri í lagi he he he
Segðu svo að maður þekki ekki strákinn.