september 23, 2003

Sólarhringurinn

Ég er búinn að vera í stanslausri baráttu við að snúa sólarhringnum við síðan ég kom hingað. Venjulega þá sofna ég svona um 17-18 leytið og vakna svona um 3-4 leytið um nætur, en núna loksins tókst mér að laga þetta eitthvað því ég vaknaði klukkan 6 sem er stórsigur :) Justin Timberlake faninn við hliðina á mér var líka vöknuð og byrjuð að fylla gangana með undirfögrum tónum að vanda...ef ég væri ekki svona umburðarlyndur hvað tónlist varðar þá væri ég búinn að kyrkja hana fyrir löngu :þ (segi svona)

Svan

Svan skrifaði 23.09.03 01:49
Comments

"ef ég væri ekki svona umburðarlyndur hvað tónlist varðar þá væri ég búinn að kyrkja hana fyrir löngu" haaaaa? ert þú umburðarlyndur í sambandi við tónlist? amm, og ég er deathmetal fan...

... og nei það er ekki hægt að skilja þetta sem kaldhæðni því þá væri hún einmitt vel kyrkt og góð akkúratt núna... sem er greinilega alveg málið :o/

Posted by: Viktor at 23.09.03 02:18
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?