Ég talaði mikið við Andra Þór í kveðjupartýinu okkar Bendts áður en við fórum og þá sagði hann mér frá partýi sem hann var í heima hjá félaga sínum. Löggan kom um kvöldið í skotheldum vestum og bankaði upp á. Einhver nágrannanna var greinilega orðinn það pirraður á látunum í þeim að hann kvartaði undan notkun skotvopna. Þeir sem svöruðu dyrunum sóru af sér alla notkun skotvopna og löggan bað samt um að fá að leita í húsinu og þeir voru að fara að hleypa þeim inn þegar hlandölvuð stelpa kemur fram á gang og spyr hvað er að ske. Löggan segist vera að leita af skotvopnum og þá segir stelpan: "Það eru engar byssur hér, og engin eiturlyf heldur"...lögreglumennirnir horfa á hvorn annan í smástund og framkvæmdu líka fíkniefnaleit, þar á meðal á partýgestum...
Skemmtileg stemming sem hefur skapast, lögreglumenn í skotheldum vestum að lyfta upp öllum pullum í sófanum og grandskoða baðherbergið og leitandi á fólki eftir skotvopnum og eiturlyfjum.
Svan
Svan skrifaði 23.09.03 06:35