september 23, 2003

Ég er víst fæddur á því herrans ári 56

Svoldið fyndið, núna er víst árið 15 og samkvæmt skólaskýrteininu mínu þá er ég fæddur á árinu 56. sem myndi þá gera mig 59 ára gamlan ef allt væri eðlilegt. Neibb, ég er ennþá jafngamall (22 ára) þrátt fyrir að fæðingarárið mitt hafi færst aftur um 25 ár. Síðasta "tímabil" hjá Japönum náði upp í 64, eftir það þá byrjuðu þeir að telja aftur upp á nýtt. Þá skv öllu ætti ég að vera 23, en þar sem á sextugasta og fjórða "ári" var einungis einn mánuður þá telst það varla með, en er þó þarna. Ætli það sé ekki eitthvað svipað að eiga afmæli 29. feb eing og að vera fæddur árið 64.

Anywhos, þá er ég heeeeiiiillllangt frá því að skilja þetta kerfi (þá aðallega af hverju þetta er svona), þannig ég varpa boltanum yfir til Gústa bessewisser til að fræða okkur um þetta mál :þ

Svan

Svan skrifaði 23.09.03 06:45
Comments

Sjálfsagt, Jón Svan san!

Ég veit reyndar ekkert um þetta en hinsvegar veit ég að síðustu keisaraskipti í Japan urðu árið 1989 þegar Hirohito, sá sem stýrði Japan í WWII, dó. Hann var búinn að ríkja síðan á millistríðsárunum. Akihito tók við af honum og er enn í embætti.

Árið 1989 hefur þá verið árið 1 og við reiknum (eða notum puttana til að telja) þá fáum við út að 2003 jafngildir árinu 15. (2003-[1989-1]=15)

Þetta segir okkur jafnframt að Hirohito hefur tekið við völdum 1926 (1989-64+1=1926).

Fæðingarárið 56 er þá auðvelt að finna út: 1981-1926+1=56

(Fyrir þá sem skilja ekki af hverju það er ýmist mínus eða plús 1 í "formúlunni" þá er það vegna þess að árið 0 er ekki til, heldur byrjar að telja frá árinu 1)

Þetta er nokkuð áhugavert, ég hafði heyrt að þetta fyrirkomulag (að telja frá krýingu) væri þekkt fyrirbæri í Asíu en ég vissi ekki að Japanir notuðu þetta enn þann dag í dag í praxís.

Svarar þetta spurningunni ;)

Posted by: Ágúst besserwisser at 23.09.03 16:34

Þetta þurkaði allavegana spurningarmerkið af mínu andliti, takk så muket

Posted by: Maja Bee at 23.09.03 22:57

Jebb, thakka ther...gott ad eiga otaemandi brunn af bessewisse ad ;)

Posted by: Svan San at 24.09.03 03:40
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?