september 28, 2003

Pakkningar

Japnanir pakka öllu geðveikt vel. Ég keypti mér kexpakka um daginn, þar sem öllum kexkökunum er pakkað inn sérstaklega, ein og ein í pakka. Ostur, allar sneiðarnar í sitthvorri pakkningunni. Ritz kex er einna skárst þar sem 10 eru saman í pakka (sem er btw inn í aðalpakkanum). Skinka, 3 stykki saman í pakka en þú kaupir 6, þannig það er einn aðalpakki með tveimur "undirpökkum". Ég hitaði mér upp minipizzur í gasofninum mínum í hádeginu í dag. Ég setti eina ostsneið eina skinkusneið og svo nokkrar auka pepperonisneiðar ofan á hvora minipizzuna, en þar sem pizzunum er bæði pakkað í aðal og undirpakka líka þá var allt eldhúsið þakið tómum plastpakkningum hingað og þangað út um allt. Jógúrt, jógúrt er í minnstu pakkningum í heimi, ég held að það sé 0,1 líter í hverjum pakka. En það er allt í lagi því þú kaupir jógúrtið í six pack. Ég borða minnst 3 á hverjum morgni, út á eina skál af morgunkorni. Af hverju er þetta ekki í einum pakka? Það má guð vita.

Ég er hættur að naga á mér neglurnar út af þessu, einhvernvegin þarf ég að getað opnað allt þetta drasl án þess að þurfa að ganga með hníf eða skæri á mér allan daginn.

Svan

Svan skrifaði 28.09.03 07:28
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?