Nokkrir skiptinemarnir, þar á meðal einn kani, héldu að við töluðum ensku á Íslandi vegna þess hve enskan mín væri góð :D Svo höfum við Bendt verið að tala mikið saman á ensku svona í kurteisispælingum gagnvart hinum, þannig við stökkvum ekki allt í einu yfir í íslenskuna...fólk gæti misskilið eitthvað, haldið að við séum að tala illa um þau eða eitthvað. Svo allt í einu þegar við fórum að tala saman á íslensku út af einhverju, þá vorum við spurðir hvaða tungumál þetta væri :)
Svan
Svan skrifaði 30.09.03 07:36