Ég smakkaði bjór með bananabragði í gær. Hann var gulur. Ég er ekki að tala um "bjórgulur" (that should be a color) ég er að tala um massívan gulan lit sem þú sérð ekki í gegnum.......and it was wierd. Ekki vondur, en ótrúlega furðulegur. Svo smakkaði ég Saki, bjóst við að fá 1 staup eða eitthvað en fékk svona minikönnu sem innihélt 5 staup. Þetta er alltof sætur drykkur. Manni kligjaði alveg við þessu. Ég held samt að þetta hafi verið svokallað "sætt saki", ég að minnsta kosti vona það því ef það er til eitthvað sætara saki heldur en þetta þá er eitthvað alvarlegt að.
Svo fórum við skiptinemarnir á karíóki bar í gær ooooggg það var svona nett upplifun. Það voru þrettán herbergi, öll hljóðeinangruð sem að fólk var inn í, annað hvort í hóp eða einsamalt að gaula. Ég hefði gefið hægri hendina á mér fyrir vídeókameru því að Bendt og Andrei voru svo stórfenglega út úr því þegar þeir tóku Bohemian Rapsody. Mér var að sjálfsögðu "ýtt" upp á svið (af því að ég hafði svo mikið á móti því) og tók ég svona um 5-6 lög.
Svan
Svan skrifaði 30.09.03 07:36