Fór í þrjá tíma í dag. Accounting, Intermediate Macroeconomics og Introduction in Japanese economics and business.
Accounting.
Þetta var einhver sá mesti bull tími sem ég hef nokkurn tíman farið í. Einn og hálfur tími fór í að skrifa upp eftir kennaranum skilgreiningar á eftirfarandi atriðum: "Balance sheet", "economic movement", "numerical", "descriptive", mainly, "economic activities", "firm", "unpredictable matters", financial statement, "financial movement" og "Income statement". Sú staðreynd að við þurftum að útskýra "mainly" er alveg stórfurðulegt. Kennarinn var gersamlega að fara á taugum af stressi og kennsluaðferðir hans voru frekar skrýtnar. Hann byrjaði á því að fylla töfluna af texta og svo tók þegar hann þurfti að halda á meira plássi á töflunni þá tók hann upp töflupúðann og strokaði út eitt orð, og skrifaði annað orð í staðinn og tók svo upp töflupúðan og skrifaði annað orð.........og svo framvegis.........tók allan tíman í heiminum.
Introduction in Japanese economics and business:
Jón Þrándur Stefánsson kennir þennan kúrs. Mér leist ágætlega á hann, bæði stjórnunarkúrs sem og saga viðskiptalífs í Japan. Hann lítur út fyrir að verða frekar strembinn, en mér líst mun betur á hann heldur en þennan bókhaldskúrs því mér leið eins og í þriðja bekk í Verzló aftur.
Intermediate Macroeconomics
Mér sýnist kennarinn ætla að kenna Keynsíska hagfræðikenningar. Hann gerir ráð fyrir því að við séum búin að klára grunnhagfræðina og þessa klassísku, en það eru ekkert allir búnir með hana og geri ég ráð fyrir því að þeir sleppi þessum kúrsi því hann virðist ætla að verða ágætlega strembinn, að minnsta kosti miðað við Accounting.
Það var reyndar ekki farið yfir neitt nýtt í dag en ég býst við að taka hagfræðina og stjórnunina. Morgundagurinn verður nokkuð langur, en þar sem ég er ekki með stundatöfluna fyrir framan mig þá veit ég ekki neitt hvað ég verð að gera, það eina sem ég veit er það að ég verð til klukkan 17 í skólanum :s...frá held ég 8:50...sem er ekki nógu sniðugt.
Svan
Svan skrifaði 01.10.03 07:39LOL! Geturðu ekki skipt ef kúrsinn verður svona asnalegur?
Posted by: Ágúst at 04.10.03 08:10Jú, ég held ég fari ekki í þennan kúrs. Þetta yrðu reyndar einföldustu einingar í heimi, en ég held ég sleppi því...þetta var bara pínlegt.
Posted by: Svan at 04.10.03 08:10