Sat í gærnótt að horfa á fréttirnar með Ann. Það kom einhver voðalega alvarleg frétt um einhvern sjúkdóm sem var að herja á börn einhverstaðar og var fréttapistillinn með enskum texta og var á ensku. Svo þegar pistillinn var búinn þá varð skjárinn svartur og svo kom voðalega mjúk karlmannsrödd og sagði "And now with japanese subtitles". Ann sagði við mig "hey, that's cool. First for the hard of hearing and then for the Japanese people"...svo þegar sama fréttin var búin að koma aftur (á ensku með japönskum texta) þá varð skjárinn aftur svartur og þá kom sama mjúka karlmannsröddin "And now without subtitles".
Ég og Ann horfðum á hvort annað og veltum fyrir okkur hvaða helvítis tilgangur það væri að sýna sömu fréttina í þriðja skiptið á ensku, en núna án texta sem hafði verið tvisvar sinnum áður. Við reyndum að finna einhverja hópa sem högnuðust á þessu, en svo þegar fréttin var búin þá kom aftur svartur skjár og sama mjúka karlmannsröddin, miklu glaðari en áður: "And now once more with english subtitles"...og svo kom fréttin aftur. Þegar hún var búin í fjórða skiptið þá komu auglýsingar.
Hvaða undarlega bull er þetta? Mér datt helst í hug að þetta væri eitthvað svona "learn english" thing fyrir japana, en samt ekki því að þetta var bara basicly frétt sem sýndi grátandi börn og vonlitlar mæður þeirra. Ekki svona eins og heima þar sem nýbúakennslan er, þar er allir alltaf voðalega happý.
Ég skil þetta ekki fyrir mitt litla líf.
Svan
Svan skrifaði 02.10.03 07:42