André átti 29 ára afmæli í gær og við fögnuðum því annað kvöldið í röð. Við höfðum leigt út matsölustað sem var neðar í götunni og gert ráð fyrir 15 manns, en það mættu 30 og borguðu allir 2000 yen á haus fyrir tveggja rétta dinner og vín. Svo höfðum við nokkur keypt köku og komið með hana niðreftir og kostaði hún whooping 10.000 yen sem er alveg endalaust mikið (fyrir ameríkanana amk, þeim fannst hræðilegt að borga 100 dollara fyrir köku).
Anywho þá var kakan borðuð eftir matinn og kokkurinn sem átti staðinn var svo glaður að við höfðum verið svona mörg að hann borgaði okkur fyrir kökuna, þannig við fengum 10.000 kallinn sem við höfðum borgað fyrir kökuna til baka. Sem mér og Bendt fannst vera mest skrýtið, því þetta yrði aldrei nokkurn tíman gert heima. Eftir matinn þá förum ég og André upp í dorm-ið aftur og hittum þar Hiro sem er venjulega á bíl (alltaf!) en hann ætlaði að detta í það með okkur og þurftum við því að labba niður alla helvítis brekkuna (frekar löng vegalengd). Síðasta lest til Sapporo fór klukkan 23:01 og tókum við hana.
Lestarferðin var frekar áhugaverð. Við vorum mikið að tala saman og hlæja og þá stendur allt í einu upp einhver kona í dragt og öskrar á okkur að halda kjafti á japönsku og fylgir því svo eftir með "shut up". Fólkið í lestinni klappaði og einn fór að blístra til að taka undir þetta. Ég leit upp vagninn og sá þar á meðal eldri mann með derhúfu sem var eineygður og hann stóð upp um leið og ég leit í áttina að honum og sagði eitthvað geðveikt hátt og benti á okkur. Ann sat við hliðina á mér og henni leið ekkert vel því kallinn starði í áttina að okkur tveimur ótrúlega lengi og ég starði bara á móti og hún á milli okkar :þ Þetta gerðist áður en að lestin lagði af stað frá Otaru!
Stemmingin hjá okkur var frekar vandræðaleg eftir þetta, það þorði enginn einhvernvegin að tala neitt voðalega mikið eftir þetta. Svo þegar aðeins líða tók á ferðina (klst ferð) þá fórum við að tala meira saman og skemmta okkur, en samt mun lægra en áður en þá stóð konan í dragtinni upp. Hún horfði svona á okkur í smástund og allir horfðu á hana og svo gekk hún framhjá okkur og sparkaði meira að segja í mig "voðalega óvart" og fór yfir í næsta vagn (þar sem btw restin af fólkinu var með álíka mikil læti :þ). Við þetta þá stendur karlinn með derhúfuna upp (hann hefur ekki tekið augun af mér og Ann allan tímann) og bendir á okkur og sest svo aftur niður og fór aftur að stara á mig. Þetta varð svona alla leiðina til Sapporo.
Þegar við fórum til Sapporo þá fengum við að ákveða hvort við vildum frekar dansa eða djúsa og dansinn var hlutskarpari og því var farið á stað sem heitir Booty.
Þessi klúbbur var dáldið magnaður. Til að standa undir nafni þá voru þeir að sýna klámmyndir á tveimur stórum skjáum á annarri hæðinni. Sem er nett undarlegt. Voða kammó stemming, allir að tala saman í góðum fíling og verið að sýna klám í sitthvoru horninu á herberginu. Reyndar ekkert hart, allt blurrað, en samt ótrúlega furðulegt.
Svo kynntumst við tveimur kiwi stelpum (Kiwi=það sem Malcolm the New Zealander kallar alla frá Eyjaálfu) sem voru að vinna sem enskukennarar í einhverjum enskuskóla. Þær hétu Avalon og Embla og skyndilega snerist öll athygli karlpeningsins í hópnum að þeim tveimur. Það var mjög fyndið að fylgjast með þessu og hafði Bendt þær algjörlega í vasanum :þ Fór meira að segja heim með númerið hjá Avalon (þeirri sætari) í vasanum ;)
Staðurinn var mjög svipaður eins og Píanóbarinn að miklu leyti. Það var fáránlega mikið af erlendum karlmönnum og mikið af innlendum kvenmönnum. Innlendu strákarnir voru svona klæddir eins og Hip-Hopparar, í hettupeysum með headset utan um hálsinn, sem voru alltaf að spila eitthvað rappið þrátt fyrir að vera á dansgólfinu að dansa á fullu. Þeir voru flestir frekar sorglegir eitthvað.
Svo var haldið heim með fyrstu lestinni til Otaru sem lagði af stað klukkan 6:12. Við komum til Otaru um hálf átta leytið og tókum taxa í campus. Ég og Ann vorum að tala saman heillengi á leiðinni heim, en svo talaði ég við hana í dag og hún sagðist ekkert hafa munað eftir því hvernig hún komst heim, hvorki lestinni né taxanum. Ég sagði kannski líka of mikið við hana í lestinni þannig það er ágætt að hún muni ekki eftir þessu :þ Hún er samt búin að vera að suða í mér í allan dag um að ég segi henni það aftur, en ég held ég sleppi því bara :) Maður þarf að fara að læra að halda kjafti þegar maður er fullur :þ
Snilldar kvöld í alla staði.
Svan
Svan skrifaði 05.10.03 15:53Jú, sýndu mér það endilega. Alltaf langað til að vita hvernig þú ferð að...
Posted by: Svan at 06.10.03 13:04As if you haven't been paying attention.. ég fell
ekki fyrir þessum líkindalátum, væni minn :þ
Posted by: Sibba at 06.10.03 21:18ooowwwwww c'mon, why not? :þ
Posted by: Svan at 07.10.03 05:04