Ég var mikið búinn að gera grín af Bendt þegar hann týndi regnhlífinni sinni, keypti nýja og týndi henni strax aftur. Weeeelllllll, ég er búinn að týna minni. Fékk lánaða frá Malcolm til að komast niðrí skóla. Ég er ekki búinn að nota regnjakkann minn síðan ég kom hingað, heldur bara regnhlífar. Mér finnst það ennþá vera voðalega undarlegt að ganga um með regnhlíf hvert sem maður fer þegar maður er á vappi um bæinn og smotteríis ský eru á himni. En það er verður ótrúlega fljótt alskýjað hérna og úrhellið byrjar, enda ganga allir um með regnhlífar.
Regnhlífar eru kúl, in a very lame way though. Maður er nefnilega ekkert voðalega kúl hangandi eftir strætó í grenjandi rigningu gegnblautur hnerrandi eins og fáviti ekki með regnhlíf, þar sem að gamlar konur horfa á mann hristandi hausinn og benda á regnhlífina sína og fara að glotta yfir óförum manns.
Svan
Svan skrifaði 05.10.03 16:03