Það er svona hálfgerður leikfimi kúrs hérna í skólanum sem er kallaður Ball and Games og er 1 eining. Ég átti ekki íþróttaskó (er að fara að fjárfesta í svoleiðis seinna í vikunni) þannig ég sleppti fyrsta tímanum. Bendt mætti ásamt fullt af öðru fólki og byrjaði tíminn á smá upphitun. Allir að hoppa eitthvað og teygja og svona krapp. Svo fór þjálfarinn eitthvað að lýsa því fyrir þeim hvað væri næst og gekk svona bærilega, allir að raða sér upp á hliðarlínunni og dregur hann svo fram steríógræjur og þá renna tvær grímur á hópinn.....júbb, píptest.
Vá hvað ég er glaður að hafa sleppt þessum tíma. Ég hélt að ég væri búinn að klára öll mín píptest sem ég myndi taka á ævinni í Verzló, en neibb. Píptest á háskólastigi, það er alveg málið. Reyndar tók ég nokkur píptest þegar ég var að dæma í körfunni.
Svan
Svan skrifaði 06.10.03 11:38Iss, reddaðu þér bara vottorði einsog ég gerði ;) Bjútíið er einmitt að skólinn á ekki að hafa neinn rétt til að spyrja hvers vegna þú þarft vottorð, þú þarft bara að véla einhvern lækni til að gefa þér það :)
Fyrir hönd baráttufólks gegn leikfimikennslu,
Ágúst
OMG ég HATA píp-test... þvílíkur og annar eins viðbjóður!!!
Posted by: Vera at 06.10.03 19:07ókey...ég er ekki alveg að fatta... píptest?? hvað er það?
Posted by: Jóhanna Garpur at 06.10.03 21:35Píptest eru af hinu illa. Þetta eru þolpróf sem ganga út á það að ganga/skokka/hlaupa á milli tveggja lína á mislöngum tíma eftir því hversu langt er liðið á prófið.
Spurðu hvaða barn eða ungling sem er og þú munt fá hræðilegar lýsingar á þessu testi. Ég veit um marga sem hafa fengið martraðir um svona próf daginn fyrir próf...."dúd, dúd, dúd, dúrurúd...start of level 1...dúd..." og svo framvegis.
Posted by: Svan at 07.10.03 04:03Hvaða voðalegu kvartanir og aumingjaskapur er þetta?
Reyndar ekki það að ég myndi leggja í svona test-thingaboo akkúrat núna... æ ég veit ekki hvað ég er að bulla.