Kom mér svoldið á óvart, þegar við vorum að kynna okkur skiptinemarnir þá stóðu allir upp og sögðu eitthvað um sjálfan sig en það sagði enginn frá því hvað viðkomandi var gamall/gömul. Svo þegar við sátum í afmælinu hans André umkringdir Kínverjum þá spurði Bendt þá hvað þeir væru gamlir (bara svona í casual samræðum) og það var eins og við værum að spyrja þvílíkt persónulegrar spurningar. Þeim fannst bókstaflega óþægilegt að tala um þetta.
Minntist á þetta við Bandaríkjamennina og þeim fannst það líka vera furðulegt hvað við Íslendingar tölum mikið um það hvað fólk er gamalt. Við tölum alltaf voðalega mikið um hvaða ár viðkomandi er fæddur/fædd þegar við erum að lýsa fólki, en það virðist enginn annar gera það nema við Bendt.
Svan
Svan skrifaði 06.10.03 13:00Apparently þá er þetta með meira touchy subjectum þarna úti og menn fara í kringum þetta með að spyrja t.d. hvaða ár byrjaðirðu í skóla? hvenær útskrifaðistu etc Allavega skv. mínum kennurum
Posted by: sigga at 06.10.03 16:47Í jarðskjálftanum í Kobe spurði japönsk sjónvarpsstöð mann sem hafði misst húsið sitt og fullt af vinum og ættingjum í skjálftanum "hvernig líður þér?"
Þetta varð algjört hneyksli í Japan. Það var verið að spyrja svo persónulegrar spurningar, gott ef þetta var ekki niðurlægjandi og algjört brot á friðhelgi einkalífs mannsins.
Þannig ef "hvernig líður þér?" er taboo, getur maður ímyndað sér hvernig aldurs-spurningar eru í high context löndum.
Þetta getur víst verið enn verra í SA-Asíu, sérstaklega meðal þeirra sem eru ekki vanir að umgangst vesturlandabúa. Japanir eru víst mun viljugri til að fyrirgefa vesturlandabúum, sem vita ekki betur, ósvífnina en þeir sem eru orðnir minna vesturlandavæddir.
Posted by: Ágúst at 06.10.03 17:53