Ég fór í tíma í dag sem heitir Japanese Affairs. Þessi kúrs gengur út á það að kynna okkur fyrir japanskri menningu. Í dag þá lærðum við um Kobayashi Takiji sem gekk í OUC (sami skóli og ég er í) og Itoh Sei sem er líka einhver local hetja hérna í Otaru. Við fórum svo í göngutúr um svæðið til að skoða minnisvarða. Á leiðinni uppeftir þá lærðum við að segja hinar og þessar trjátegundir, skordýrategundir og ýmislegt annað.
André commentaði á það að það væri mesta vesen í heimi að tala við konurnar í mötuneytinu, en núna þá getum við haldið uppi samræðum um tré og skordýr. Sem er svosem alveg rétt hjá honum, dáldið furðulegt ef maður fer að hugsa út í það :þ
Svan
Svan skrifaði 07.10.03 04:26