október 07, 2003

Today I learned three new types of strokes

Að sjálfsögðu fórum við að læra Hírógína letur en ekki Kanji í fyrsta skriftartímanum okkar.

Að læra nýtt stafróf er frekar erfitt. Ég var svosem búinn að gera mér grein fyrir því, því þar sem ég er með þessa stafi fyrir framan mig hvert sem ég fer og hef aldrei skilið neitt (jú ég kann að lesa "Exit", "Entrance", "Japan", "Dagur", "Mánuður", "Ár", "Fornafn", "Seinna nafn", "Heimilisfang" en þetta eru allt Kanji karakterar, ekki Hírógína). Það sem ég kvíði mest fyrir er það að æfa mig í því að lesa úr skriftinni, því þegar ég er búinn að geta lesið orðinn þá er komið að því að skilja þau. Argh.

Þetta er eiginlega eitt það erfiðasta sem ég hef lært á ævinni því maður eru svo hryllilega vanur hinu letrinu. Oh well, ég sé bara fram á það að það eina sem ég læri nýtt hérna úti er japanskan, mér sýnist ég hafa tekið alla hina kúrsana áður, hvort sem það var í eða á Bifröst.

Svan

Svan skrifaði 07.10.03 07:20
Comments

Ég skila baráttukveðjum frá Japönskudeild Háskóla Íslands :) Við vitum nákvæmlega hvað þið eruð að ganga í gegnum núna. Þetta verður samt fjandi skemmtilegt þegar maður fer að kunna soldið.

Posted by: Kristófer at 07.10.03 18:18

Já, ég get trúað því :) Bara tilhugsunin við það að þetta sé eitt af þremur nýjum stafrófum sem maður þarf að læra er frekar ótrúlegt. Það að til að getað lesið og notað Kanji stafrófið almennilega þá þarf maður að kunna eitthvað um 2000 tákn (skv mínum heimildum amk) er líka dáldið spúkí tilhugsun.

Posted by: Svan at 08.10.03 04:03
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?