október 07, 2003

Jarðskjálftar?

Það eru endalausar fréttir af jarðskjálftum sem eiga supposedly að hafa átt sér stað hérna á Hokkaido. Ég er að minnsta kosti að taka eftir dáldið mikilli umfjöllun á www.mbl.is/. Ég hef ekki tekið eftir neinum einasta helvítis jarðskjálfta. Þessi fyrsti reyndar vakti alla í húsinu nema mig :s

Hvernig mér tekst að sofa yfir mig jarðskjálfta upp á 8.0 á Richter (upprunalegum starting point, ætli hann hafi ekki verið svona um 5-6 hérna) fatta ég bara gersamlega ekki. Núna var enn einn jarðskjálftinn að ríða yfir skv. þessari frétt, og ég heyri ekki bofs um þetta hérna uppfrá, bara á www.mbl.is/. Mig er jafnvel farið að gruna það að þetta sé eitthvað plott til foreldrar mínir endanlega missi það vegna áhyggja af mér.

Svan

Svan skrifaði 07.10.03 08:25
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?