október 08, 2003

Kvart og kvein undan heimalærdómi

Þýsku og Bandarísku skiptinemarnir eru að kvarta undan því að við þurfum að skila inn heimaverkefnum í skólanum. Mér finnst það vera dáldið fyndið. Við Bendt erum vanir því að skila svona um 4-5 verkefnum á viku á meðan við erum í skólanum (reyndar ekki nema 10 vikur á önn) og það eru svona um 2-6 blaðsíður hvert verkefni (slump). Hérna höfum við þurft að skila inn nákvæmlega tveimur 1 bls verkefnum með tvöföldu línubili og eigum eftir að skila inn einu svoleiðis í viðbót og svo japanskri skriftaræfingu sem er reyndar frekar strembin. So far þá er ég ekki að kvarta.

Sumir vinir mínir gerðu grín af mér að ég þyrfti að fara að hafa fyrir náminu núna þegar ég færi út og það er í rauninni alveg rétt. Þar sem ég hef ekki verið góður að læra tungumál (sbr. danska og þýska, enskan er dáldið annað mál) þá liggur japanskan ekki beint fyrir mér og þarf ég að leggja mig heilmikið fram þar, sérstaklega þar sem ég er í fjórum tímum á viku í japönsku plús svo Japanese affairs sem er líka tungumála kúrs. Heimavinnan fyrir hvern japönsku kúrs so far er miklu meiri en fyrir hina kúrsana, sem er svo sem ágætt því að ég ætla mér að læra hana vel. Það á bara eftir að vera drullu erfitt.

Svan

Svan skrifaði 08.10.03 04:51
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?