Jæja, þá er annar þjóðhátíðardagurinn síðan ég kom hingað á næsta mánudag. Ég er ekki búinn að vera hérna mánuð, og það eru þegar búnir tveir dagar þar sem öllum skólanum er lokað út af einhverjum hátíðardegi. Sem þýðir ekkert netsamband á sunnudag né mánudag :( Ég fæ reyndar ADSL módemið mitt deliverað á þessum þjóðhátíðardegi (gaurinn sem kemur til að install-a því kemur ekki fyrr en tveimur dögum seinna, af hverju er það ekki gert á sama tíma skil ég bara ekki).
Japanir eru með voðalega mikið af þjóðhátíðardögum greinilega.
Svan
Svan skrifaði 09.10.03 04:17