október 10, 2003

Hvaða helvítis!

Ég sver að ég hafi fengið rafstuð út úr nýja headsettinu mínu. Ég er ekki einu sinni viss um að það eigi að vera rafmagn þarna, en vá hvað það var vont. Það er svona málmstykki á miðri snúrunni (til að sameina tvær stuttar snúrur, ef maður skyldi vilja hafa stutt í snúrunni). Þegar ég sat í rólegheitunum fyrir framan tölvuna í morgun þá allt í einu fæ ég þennan rosalega sting í bringuna (með snúruna inn á mér. Ég stend upp öskrandi "fokkkk" alveg heví hátt gríp í snúruna og kippi henni frá mér og allir í herberginu (mostly japanese people) stoppa að gera það sem þeir eru að gera og horfa á mig. Ég náttla eins og fífl gat ekki sagt neitt á japönsku og settist bara aftur niður og fór að vinna aftur í tölvunni. :$

Skemmtileg hönnun. Ég ætla ekki að vera með þessa snúru innan á bolnum mínum aftur :þ

Svan

Svan skrifaði 10.10.03 08:06
Comments

Það er víst bara hættulegt að hafa that particular brand af rafmagnssnúru inni á sér ef maður leiðir vel rafmagn. Sem dæmi um góða leiðara má taka til dæmis hár.

So, it was just your fur's fault, baby :p

Posted by: Sibba at 10.10.03 09:53

Iss... alltaf þetta væl í þér.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 10.10.03 16:10

Jamm, er þá ekki málið að raka þetta þá bara allt af? Svona svo ég fái ekki rafstuð í hvert skipti sem ég er að hlusta á tónlist í skólanum?

Posted by: Svan at 11.10.03 07:45

Gillette it baby!

Posted by: Ágúst at 11.10.03 17:25

Eða þú getur farið auðveldu leiðina eins og normal fólk og verið í nærbol górillan þín

:þ bllllrll

Posted by: Sibba at 11.10.03 23:36
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?