Fórum í kareokee í gær (eins og svo oft áður). Við erum farin að stunda kareokee barina dáldið mikið :þ Anywho, þá var ég upp á sviði með Buddy að syngja Creep með Radiohead og í partinum sem kemur "You're so fuckin' special" (alveg í byrjuninni) þá söng Buddy: "You're so f***in special". Hann sleppti að segja "fuckin'". Svo fór ég að spá í þessu meira og Jared og Buddy slepptu alltaf blótsyrðunum. Þeir tóku til dæmis "Without me" með Eminem og lagið var fullt af gloppum því þeir voru alltaf að sleppa orðum. Hvað er að? Ég veit að svona heyra þeir þetta í útvarpinu, en samt þetta er alveg fáránlegt.
Ég og Bendt skemmtum okkur heilmikið yfir þessu.
Svan
Svan skrifaði 12.10.03 08:55