Við vorum áðan í einhverskonar kaffiboði þar sem allir skiptinemarnir voru og svo einhverjir stórkallar í Otaru (skólastjórar, einhverjir opinberir starfsmenn og hitt ot þetta). Á þessum fundi þá áttum við að dansa einhvern japanskan dans (tók það upp á vídjó :þ) og horfðum á tvær "japanese boxing" kötur sem voru alveg undarlega hægar. Svo voru sungnir japanskir söngvar og við kvött til að syngja einhverja traditional söngva frá okkar heimalandi.
Ég og Bendt fórum upp á svið og sungum "Krummi svaf í klettagjá" og svo "Ríðum, Ríðum" og við svona hálf skálduðum um hvað hvort lag var. Svo þorði enginn annar að fara upp á svið nema við. Því miður eigum við engar myndir af okkur félögunum að gera okkur að fífli. Gleymdum að biðja fólk að taka myndir :)
Svan
Svan skrifaði 12.10.03 09:22