október 12, 2003

Enn ein færslan um mig að syngja

Sat í pökkuðum strætó áðan og var að hlusta á Megas. Svo kom lagi litlir sætir strákar á og ég fór að raula með ósjálfrátt upphátt. Þeir sem ekki þekkja þetta lag þá er fyrsta erindið svona:

Ég dirfist ekk'um stelpur meir
Við stelpurnar að þrátta
þær eru tælandi frá aldrinum
frá tólf og niðrí átta
Ef þú ert að pæl'í
hvað það er sem koma skal
Litlir sætir strákar
eru langtum betra val

Svo fór ég að spá í því ef ég hefði verið að raula þetta í strætó heima, hversu mikið fólk hefði starað á mig. Svo mundi ég það að ég var í lest einhverntíman á milli Otaru og Sapporo þá var ég að raula með "Í nótt" með Fræbbblunum. Það hefði líka orsakað fólk til að líða frekar undarlega í kringum mig ef það skildi hvað ég væri að segja.

Mikið er gott að geta talað íslensku. Ég og Bendt notum okkur það mikið að geta talað tungumál sem enginn skilur ;)

Svan

Svan skrifaði 12.10.03 10:25
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?