október 16, 2003

Skrifræði

Japanska skrifræðið er oft alveg æðislegt. Húsið sem ég bý í er rétt fyrir utan campus. Með "rétt fyrir utan" meina ég að ég er rétt um mínútu að labba inn á campus.

Það eru LAN snúrur og símasnúrur í herbergjunum okkar. Þessar snúrur eru tengdar við netkerfi skólans. Þær eru ekki í gangi. Ástæðan?

Þetta hús telst ekki til "campus" og má því bókhaldslega séð ekki vera með nettengingu. Það hefur verið stungið upp á því að leyfa íbúunum að borga aðeins hærri leigu til að kveikja á netinu, en það hefur ekki ennþá komist á samkomulag um hversu há þessi aukapeningur í leigu á að vera. Það er s.s. stjórnstöð niðrí skóla þar sem að er einhver sviss sem er stilltur á "off" og því erum við ekki með nettenginu í herbergjunum okkar.

Hitt argumentið er ennþá asnalegra. Prófessorarnir fá ekki nettengingu heim til sín á kostnað skólans og því eiga nemendur ekki rétt á því að fá nettengingu heim til sín á kostnað skólans. Stundum dettur manni í hug að þessu batteríi sé stjórnað af her af börnum sem eru sífellt að metast.

Svan

Svan skrifaði 16.10.03 11:40
Comments

<kaldhæðni>

Sem betur fer eru hlutirnir ekki svona á Íslandi, þar sem allar svona ákvarðanir eru teknar á rökrænan hátt á faglegum grundvelli.

</kaldhæðni>

Posted by: Ágúst at 17.10.03 23:34
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?