Eins og ég er nú hoppandi glaður yfir því að vera kominn með nettengingu í herbergið mitt þá er eitt sem fer í taugarnar á mér. Korteri eftir að ég er búinn að ræsa tölvuna þá crash-ar forrit sem heitir "svchost.exe" minnir mig og það gerir það að verkum að:
1. linkar sem opnast á nýrri síðu virka ekki (s.s. allir linkar á þessari síðu)
2. mjög mörg handhæg lyklaborðsshortcut hætta að virka á netinu
3. netið er almennt hægara í svifum
Meðal shortcut-ta sem virka ekki eftir þetta korter er til dæmis ctrl-c, ctrl-x, ctrl-v en ctrl-n virkar fínt. Ctrl-shift-A sem flest allir sem blogga vita hvað gerir deyr líka. Svo get ég ekki fært möppur/skjöl á milli í windows. Ég þarf einnig að færa inn færslur og restart-a tölvunni til að geta publishað þær því eftir þetta korter þá getur tölvan ekki publishað. Þetta er alveg hrikalegt bögg.
Ef einhver tölvufróður maður veit hvað í andskotanum er hægt að gera þá væri ég heví glaður.
ps. ég hata windows meira en allt í heiminum.
pps. hættur að nota Internet Explorer farinn að nota Mozilla sem er tvö þúsund sinnum betri og pop-up-linkar virka (target="_blank" linkar).
Svan
Svan skrifaði 16.10.03 14:51Einn af vírusunum sem voru að smita allar tölvur í síðasta mánuði (sennilega Blaster) olli því að shortcut eins og Copy, Paste & co. hættu að virka.
Það mætti kannski prófa að skanna fyrir vírusum.
Náði mér í update-ið til að drepa blaster og það virðist hafa slúttað þessu helvíti.
Hvar fæ ég góðan eldvegg og vírusvarnarforrit frítt á netinu?
Posted by: Svan at 17.10.03 06:06Ég hef heyrt bæði hrikalegar sögur og ómþýðann lofsöng um ZoneAlarm.
Posted by: Árni at 17.10.03 18:30Æ Svan minn, þú hefðir bara átt að halda þig við Makkann...
Posted by: Viktor at 19.10.03 18:35Já ég veit! En fasisminn í skólanum mínum vildi ekki leyfa mér að kaupa mér makka!
Posted by: Svan at 19.10.03 18:36