október 17, 2003

Ævintýri í eldhúsinu

Mér tókst næstum því að kveikja í mér í fyrradag. Síðan þá hefur tvennt í viðbót gerst. Í fyrsta lagi þegar ég og Bendt elduðum okkur "chicken with twelve legs" eins og Bendt komst að orði þá tókst honum að gera návkæmlega sama hlut og ég, það er að skilja eitthvað eftir ofan á þessari helvítis grind. Nema að hann skildi eftir pottaleppa og þeir brenna náttla ekki, en þessi hann sviðnaði og kom frekar vond lykt. Við vorum búnir að spá í hvaða lykt þetta væri en áttuðum okkur ekki neitt á því, og svo þegar maturinn var til búinn í ofninum þá tekur Bendt upp pottaleppan og stingur hendinni inn í hann og brennir sig náttla. Ekkert alvarlega, en litliputtinn er allur í hnjaski.

Svo í dag þegar ég var að elda mér pizzu í "nýja" ofninum mínum (eldgamall ofn, vígðum hann í gær með tólf lappa kjúklingnum) þá setti ég hann ofan á einhverja grind úr plasti sem var inn í ofninum. Þar sem þessi grind var actually *inn í* ofninum þegar ég fékk hann frá Bendt þá gerði ég nú ráð fyrir að það væri hægt að hafa hana *inn í* ofninum þegar hann væri að elda eitthvað, en nei. Hún bráðnaði. Það var mjög gaman að ræsta út (í þriðja skiptið á þremur dögum) og svo líka að skafa plastið af pizzubotninum mínum.

Svan

Svan skrifaði 17.10.03 13:06
Comments

Svan minn, segðu mér í fullri hreinskilni, hefurðu einhvern tímann áður eldað ofan í þig? Maður fær það óneitanlega á tilfinninguna að þú sért sjálfum þér og öðrum íbúum hússins stórhættulegur með þessari eldamennsku þinni.

Kannski þess vegna að þú ert annálaður fyrir þekkingu þína á veitingastöðum á Íslandi ;-)

PS. Ertu brunatryggður þarna úti? :-þ

Posted by: Ágúst at 17.10.03 23:23

Jamm, ég hef margoft eldað ofan í mig. Ég er ekki að segja að ég sé einhver dúndur kokkur en ég get mallað hitt og þetta :)

Ég held að ég sé brunatryggður.

Posted by: Svan at 18.10.03 04:08
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?