október 21, 2003

Vetvangsferð í súpermarkaðinn

Í japanese affairs þá áttum við að fara í hinar og þessar búðir og bera saman hvað væri ólíkt og hvað væri líkt búðunum heima. Það var skipt í hópa og var ég með Buddy og Soklang. Svo var ákveðið að við ættum að fara í Department store, súpermarkað, 100 yena búð, 24/7 búð og shopping mall. Minn hópur dró súpermarkað sem er mjög kúl því hann er stutt frá.

Í tímanum sem við drógum þá fórum við að tala um hvað það væri sem væri helsti munurinn á milli og ég minntist á það að áfengi væri selt í súpermörkuðunum hérna en ekki heima og var því samstundis ákveðið að ég skyldi cover-a áfengi og búa til vocabulary lista yfir áfengi... svo átti ég að fjalla um verðmun en þau vildu ekki trúa því að það væri actually dýrara heima heldur en hérna :)

Anywho þá er ég að fletta upp áfengistegundum í handtölvuorðabók sem ég fékk lánað og er að fara að búa til powerpoint show úr því. Svo er ég að fara í tvö japönskupróf á eftir.

Svan

Svan skrifaði 21.10.03 03:30
Comments
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?