Stundum tekst mér alveg ótrúlega hluti. Ég fékk tvo reikninga senda heim til mín, annars vegar símann minn og hinsvegar gasið og setti ég þá á *góðan stað* til að muna örugglega eftir að borga þá. Well staðurinn var svo góður að ég finn þá ekki aftur. Ég er búinn að snúa herberginu mínu bókstaflega við but alas, engir reikningar. Ég veit heldur ekkert hvernig ég á að snúa mér í þessu máli, því bæði þá tala ég ekki neitt voðalega mikla japönsku til að reyna að útskýra málið fyrir starfsmanninum í 24/7 búðinni (þar sem maður borgar reikningana) og jafnvel þótt ég gæti tjáð mig við hann þá veit ég ekki hvort það myndi breyta einhverju.
Hummmdídummm, what to do what to do.
Svan
Svan skrifaði 21.10.03 07:38Svo framarlega sem þú verður ekki fyrir árás japanskra bardagalistar-handrukkara-lögfræðinga fyrir að borga ekki á gjalddaga þá er gamla góða ráðið við þessu "vandamáli" að bíða eftir "ítrekuninni" og borga nokkra tíkalla í dráttarvexti.
Einfalt.
Auðvitað veit ég ekki hvernig þetta virkar í Japan. Geturðu ekki fengið japönsku stelpurnar til að redda þessu fyrir þig? Ekki viljum við að þú verðir fyrir barðinu á japönsku bardagalistar-handrukkara-lögfræðingunum ;)
Posted by: Ágúst at 21.10.03 15:23Góður staður hjá mér er undir lyklaborðinu, gætir tékkað á því. :)
Posted by: Tolli at 22.10.03 01:55Ég er búinn að finna þessa reikninga. Þeir voru inn í herberginu hand Bendts af einhverjum ástæðum. Ábyggilega út af því að ég setti þá þangað, en ég ætla að kenna Bendt um þetta allt saman.
Posted by: Svan at 22.10.03 03:38ég er saklaus..ég er ekki svona gaur sem er að stela reikningum annarra! ég hef nóg með mína að gera!
Posted by: bendt at 22.10.03 06:12