október 23, 2003

Svefnvenjur

Núna þegar ég er kominn með netið inn í herbergi til mín þá er ég kominn í nákvæmlega sama pakka og ég var í þegar ég var á Bifröst. Fara ekki að sofa fyrr en í fyrsta lagi svona um 3-4 leytið og vakna við skemmtilegustu vekjaraklukku í heimi svona um 8 leytið og dotta þangað til ég á að mæta í tíma, nema á Bifröst þá átti ég að mæta klukkan 8.

(þetta er btw fjögurhundraðasta færslan á þessari síðu, ekki það að það sé neitt sérstaklega merkilegur áfangi :þ)

Svan

Svan skrifaði 23.10.03 18:24
Comments

Jammsi, ég er regluleg jarðaberjavekjaraklukka.

Hei bíddu aðeins.. DOTTARÐU ÞANGAÐ TIL ÞÚ ÁTT AÐ

MÆTA Í TÍMA?! Why you lil Tutti Frutti!

Ahb ég get ekki verið reið út í þig. Hérna.

Fáðu þér nammi. 8)

p.s. Smöttur biður að heilsa á móti. Eða næstum

því, hann var sofandi þegar ég sagði honum að þú

bæðir að heilsa og ég kíkti inn í augað á honum

og það var opið en innra augnlokið var samt fyrir

þannig að hann var steinsofandi og hraut meira að

segja smá.. en samt sem áður, við hverju býstu,

hann er bara kisa.

Posted by: Sibba at 23.10.03 23:00
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?