Það verður ýmislegt að ske um helgina. Í kvöld verður einhvað partý hjá international studentunum í Sapporo og tókst Buddy einhvernvegin að láta bjóða okkur með því að tjatta upp einhvern japana í lestinni í síðustu Sapporo ferð.
Á laugardaginn verða tónleikar með einhverjum teknóartista sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu og svo á sunnudaginn þá verða Metallica tónleikar í Sapporo og svo japönsk te ceremony-a.
Hvað ætlar Svan að gera um helgina? Sitja heima hjá sér og læra. Alla helgina. Ástæður? Fyrsta lagi þá verða allir þessir viðburðir í Sapporo og þar sem að lestarkerfið hérna er þannig að síðasta lest fer rétt ríflega 11 og fyrsta fer klukkan rúmlega 6, þá yrðum við föst í Sapporo og kæmumst ekki heim fyrr en snemma dags daginn eftir. Í öðru lagi þá á ég ekki miða á þessa viðburði og miðar á erlend bönd hérna úti kosta ótrúlega mikið (held að Metalica sé um 15.000 yen). Svo sá ég Metillica á Leeds of fannst þeir ekkert spes.
Ég býst við samt að fara í Wing Bay (local mall-ið) og sjá Kill Bill þar sem mér hefur verið hótað líkamsmeiðingum ef ég sé hana ekki. Hef reyndar heyrt að hún sé að miklum hluta á Japönsku, og eitthvað er að segja mér að þeir séu ekkert alltof mikið að hafa fyrir því að setja enskan texta hérna úti í Japan.
En helgin verður tileinkuð japönskunámi. Mér líður svoldið eins og ég sé að detta aftur úr, þrátt fyrir að finna að ég kunni flest það sem verið er að kenna. Stuð hjá mér um helgina.
Svan
Svan skrifaði 24.10.03 04:26