Fór niðrí banka áðan til að taka á móti peningasendingunni minni og gekk framhjá stórum strákahóp að skylmast með regnhlífunum sínum. Þegar þeir sáu mig þá hættu þeir að skylmast og horfðu í smá stund og þá segir einn: "Herro, nice to meet you". Mér fannst þetta frekar fyndið, en svo þegar hann var búinn að segja þetta þá sagði allur hópurinn í kór "Herro, nice to meet you". Ég kastaði bara kveðju til baka, en þurfti þvílíkt að vanda mig að fara ekki að hlægja.
Svan
Svan skrifaði 29.10.03 05:27