október 29, 2003

Megrunaráhrif Japans

Síðan ég kom út hef ég einungis séð tvær manneskjur sem eru overweight. Þá er ég ekki að meina fólk sem er virkilega feitt, heldur bara fólk sem er feitara en normið. Ótúrlega lítil prósenta. Enginn sem ég hef séð í skólanum er of þungur. Ekki einn.

Síðan ég kom hingað er ég búinn að missa 5 kíló. Mátti svo sem aðeins við að léttast, en samt. Jared er búinn að léttast um að hans sögn 30 pund sem er fáránlega mikið á 6-7 vikum. Það var stökk fyrir mig að koma hingað út þar sem allir skammtar eru mikið mikið minni, en eflaust töluvert meira stökk fyri Bandaríkjamennina þar sem allir skammtar eru fyrir þrjá. Ég pantaði meira að segja 2 aðalrétti plús side dishes í mötuneytinu fyrstu vikuna, en nú er það farið að breytast og er farinn að láta mér nægja mun minni mat en áður í hverri máltíð.

Ég veit ekki hvernig þetta verður þegar ég fer að hreyfa mig eitthvað af viti. Er að fara að æfa með körfuboltaliðinu hérna í skólanum. Það er víst ekkert alltof gott, þannig ég á eftir að fitta perfectly inn í það :þ

Það sem ættingjar mínir hafa mestar áhyggjur af er hvort ég sé að borða nóg. Ég er að borða nóg, en maturinn hérna er bara svo...umm...öðruvísi eitthvað að maður verður mettur mikið fyrr og þarf minna en áður. Enda er flest allt byggt upp á hrísgrjónum.

Svan

Svan skrifaði 29.10.03 18:37
Comments

Ég ELSKA hrísgrjón :-)

Posted by: Ágúst hrísgrjónaæta at 30.10.03 01:25

Mér finnst hrísgrjón líka vera góð, enda eins gott fyrir mig. Ég myndi líklega svelta annars.

Posted by: Svan at 30.10.03 03:46
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?