Púff. Ég er einhvernvegin ekkert að átta mig á því að ég sé að fara að skrifa BS ritgerð í vor. Þar sem ég ætla að koma heim í spring breakinu þá getur jafnvel verið að ég þurfi að skrifa ritgerðina heima að miklu leyti. Ég veit í rauninni ekkert hvað ég ætla mér að skrifa um. Planið var originally að skrifa um japanskan túrisma til Íslands en þegar ég skoðaði það nánar þá er það alveg hrikalega erfitt því það er erfitt að afla sér upplýsinga hérna úti því að spurningakannanir úti á götu eru eitthvað sem einfaldlega tíðkast ekki hérna. Svo er maður ekki nægjanlega sleipur í japönskunni.
Svo datt mér í hug að skrifa um celebrity endorsement og muninn á því hérna úti og heima, en þar rek ég mig aftur í sama vandamál. Erfitt að afla upplýsinga hérna úti. Mér er að detta í hug að skrifa almennt um celebrity endorsement og taka dæmi að heiman til dæmis með herferð Rís með Birgittu Haukdal en þá er aftur erfitt að afla sér upplýsinga heima þegar ég er úti.
Svo er ég ekkert ákveðinn í því hvað ég ætla að skrifa. Ég býst samt ekki við því að skila ritgerðinni inn á réttum tíma, býst við að geyma það aðeins jafnvel fram á næstu önn... s.s. þegar ég er kominn heim í ágúst. Reyna að nýta tímann hérna sem mest.
Við þurfum að leita okkur uppplýsinga um margt í sambandi við námið okkar hérna úti. Við höfum verið að tala um að senda meil á Bifröst alveg síðan við komum hingað út en ekkert gert í því. Höfum ekki einu sinni hugmynd um hversu margar einingar við þurfum að taka, né hvort að þessir heilmörgu tungumálakúrsar séu taldir með í einingunum til viðskiptafræðináms.
Svan
Svan skrifaði 30.10.03 04:21Smá upplýsingar... við fengum einingar fyrir allt nema íþróttaáfangana enda á námið þarna úti að vera metið til fulls á við þriðja árið á Bifröst. Þið þurfið að taka 30 einingar og þar af telur bs ritgerðin 7,5 einingar af því sem ég best veit:) Frábært að skoða myndirnar af ykkur og öllum og ég bið rosalega vel að heilsa Hiro san.
Posted by: Maja at 01.11.03 14:28