Á morgun er frí í skólanum. Þjóðhátíðardagur. Þetta er held ég þriðji eða fjórði þjóðhátíðardagurinn sem er búið að halda upp á síðan við komum út. Það fyndna við alla þessa þjóðhátíðardaga er það að er allt opið, nema skólar og opinberar stofnanir. Allar búðir og allt. Við spurðum Fumi og Takayo hvað Japanir gerðu á þjóðhátíðardögum (spurðum á þeim fyrsta) og við fengum það svar að sumir væru í fríi en aðrir gerðu bara ekki neitt. Smá munur frá því og 17. júní.
Enda hafa þeir mikið fleiri þjóðhátíðardaga heldur en við. Ég held að við Íslendingar hefðum ekki gott af fleiri þjóðhátíðardögum, miðað við fylleríið sem fylgir þeim.
Svan
Svan skrifaði 02.11.03 16:01