nóvember 04, 2003

Kuldi

Hvað er málið með það að það eru allir að væla undan kulda heima? Það er rétt svo kominn nóvember og þar af leiðandi ennþá haust. Ég bara trúi því eiginlega ekki að það sé þetta kalt heima.

Hérna er ennþá svona sumar-haust, s.s. sól og blíða fyrri part dags en maður þarf að pakka hlýjum fötum til að meika gönguna heim í lok skóladags því það kólnar dáldið fljótt og byrjar að rigna. Samt aldrei undir frostmarki, ekki einu sinni nálægt því.

Svan

Svan skrifaði 04.11.03 00:12
Comments

Ég horfi hérna út um gluggann og það eru bara hvítir bílar á bílastæðinu fyrir utan.

Það er þó ekki slabb í augnablikinu - en bíðið bara!

Ég HATA slabb!!!

Posted by: Ágúst at 04.11.03 10:19

hhhmmm... ég bý á vestfjörðum... og það er vægast sagt allt á kafi hérna í augnablikinu!! og það svo í þokkabót að fara að rigna ofaní allt þetta...

Posted by: garpur at 04.11.03 17:35

En það er bloody nóvember. Það hefur ekki komið vetur í nóvember síðan ég veit ekki hvenær!

Posted by: Svan at 05.11.03 13:31
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?