Jæja, þá er ég búinn að vera hérna úti í einhverja 50 daga. Er búinn að fíla mig mjög vel hingað til og tel ég mig vera mjög heppinn með hvernig þessi skiptinemahópur er. En það eru nokkrir hlutir sem ég sakna að heiman.
• Að getað pantað sér mat heim til sín þegar maður er latur.
• Að geta farið út í búð og keypt sér einhverja geisladiska sem maður veit actually hvað er.
• Að geta keyrt á milli staða, ekki verið svona háður almenningssamgöngum (eða að þurfa að labba út um allt)
• Að fá almennilegan skammt af mat á veitingastöðum. Mig langar líka mest í heimi að getað sest niður einhverstaðar og fengið mér steik og bakaða kartöflu.
• Að fá ekki bara svarið "beer" þegar maður spyr hvaða tegund af bjór er til á veitngastöðum. Þau virðast aldrei vita hvernig bjór er á krananum hjá þeim. Það virðist ekki skipta máli heldur
• Að geta sofið í rúminu mínu. Vá hvað ég sakna rúmsins míns.
• Ég sakna miðbæjar Reykjavíkur. Bæði djammlífsins og svo bara að rúnta um.
• Að getað ekki spilað á mótum niðrí Nexus reglulega (yeah, I know I'm a nerd)
• Family-unar og vinanna.
• Mest af öllu sakna ég þó kærustunnar minnar. Erfitt að vera svona aðskilin :s
Number of other things too which I am probably forgetting.
Var að fá í fyrsta skiptið smá snert af heimþrá. Samt ekkert alvarlegt. Mér líður bara svo vel heima hjá mér. Ég hef alltaf haldið því fram að ég muni eiga í erfiðleikum með að búa annarstaðar en á Íslandi, en hélt að þessi ferð mín myndi breyta því eitthvað. Hún er ef eitthvað er búin að styrkja þessa trú mína. Ég get eiginlega ekkert átt heimili nema á Íslandi.
Svan
Svan skrifaði 04.11.03 16:02Me and bbq sauce ay? OWH.
8)
Er að kommenta á fullt af færslum hjá þér núna af því ég er að bíða eftir að japanska versjónin af hinni rósfingruðu gyðju dögunnar fari á stjá. Þá má ég nefnilega fara að bögga þig. Húrrei!
Posted by: Sibba at 09.11.03 22:16