nóvember 07, 2003

Kominn heim

Var að ganga inn úr dyrunum eftir að hafa setið í lest heillengi. Það er aðeins og seint að koma heim klukkan hálf átta.

Hittum fullt af norðmönnum í Sapporo. Þar var talað um scandinavian mating rituals og heimpólitíkina. Einn þeirra kom með einstaklega áhugavert comment. Samfélagði samþykkti ekki að hata samkynhneigða, ekki heldur litaða en fyndist það einstaklega skiljanlegt ef þér væri illa við Bandaríkin og Bandaríkjamenn. Fór að spá í þessu og ég held að þetta sé voðalega svipað heima. Hinir Evrópubúarnir tóku undir þetta líka.

Svan

Svan skrifaði 07.11.03 21:16
Comments

Mjög einfalt... það má alltaf hata stóra kallinn. Það er bannað að sparka í minnimáttar. Þess vegna má t.d. hata Man untd. en engum er illa við Luton.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 08.11.03 16:05

Ég hef nú tekið eftir því hérna á klakanum að rasismi er MJÖG almennur. Ég hef rætt þetta við fólk í kringum mig og eru allir sammála um að rasistar á íslandi eru miklu fleiri en maður tekur eftir. Pældu í hvað margir nota grjón eða tælendingar yfir fólk frá asíu, síðan sá ég nú mann um daginn sem neitaði að spila körfubolta við tvo tælendinga (sko) því hann vildi ekki snerta þá.. sumt fólk

kv.

Posted by: Valur at 08.11.03 16:23

Jebb, þetta er ferkar sorglegt. En ég held að þessi tifelli heyri til undantekninga. En það getur vel verið að þetta sé bara einhver barnaleg óskhyggja hjá mér, að ég taki ekki eftir þessu.

Posted by: Svan at 08.11.03 17:29

Thad er otrulega mikill rasismi i noregi.. og eg er eiginlega bara ekkert hissa a thvi. Td. ad einn somaliu madur tekinn fyrir mord i Haugasundi, og tha komst løggan af thvi ad hann var dæmdur fyrir mord i sinu heimalandi.. hvernig er thad møgulegt ad svona folk fær landvistunarleifi?

Posted by: Halla frænka at 10.11.03 10:50
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?