Váááá hvað ég hef ekki hreyft mig almennilega lengi. Fór á körfuboltaæfingu áðan með liði innan skólans. Ég varð þollaus á nánast engum tíma. Píndi mig reyndar áfram í fjóra leiki þrátt fyrir að vera nánast búinn á því eftir fyrsta leik. Liðin voru blönduð, s.s. bæði kyn, og var ég að dekka stelpu sem spilaði sem fjarki. Ég held ég hafi blokkað hana svona 7-8 sinnum í þriðja leik, eiginlega það oft að ég var að fá samviskubit yfir því. Hún virtist samt vera voðalega kúl á því.
Svo var mér sagt hvað spékoppar væru á japönsku. Á milli eins leikins þá voru stelpurnar sem voru á æfingunni voðalega mikið að spá og spjökulera í spékoppunum mínum :$ Svo voru þær að spyrja mig hinna og þessara spurninga um Buddy og Jared til dæmis eins og aldur og hvaðan í BNA þeir væru og svo framvegis. Mér sýndist það alveg á þeim að þeim dauðlangaði til að spyrja um hvort þeir ættu kærustur, en þær slepptu því. Það er alveg ýmislegt að ske hérna í þessum málum, hjá flestum nema mér sem betur fer. Þarf að hegða mér vel :þ
Svan
Svan skrifaði 13.11.03 16:15...or I'll kick you in the keister! ;)
Posted by: Sibba at 13.11.03 18:20I wonder if that counts as domestic violence... :p
Posted by: Sibba at 13.11.03 18:21