nóvember 14, 2003

Guð blessi internetið

Var að fá símreikninginn minn í dag frá þeim mánuði sem ég var ekki með netið. Hann var hár. Nei, hann var mjög hár. Ég held að hann hafi verið hæstur hjá mér af öllum sem búa með mér. Sigh. Þar fóru sparnaðaráætlunirnar til andskotans.

Svan

Svan skrifaði 14.11.03 07:50
Comments

hvað kallar þú hátt!! Og hvað varð um bleiku dagana sem þú lofaðir mér..

Posted by: hs at 14.11.03 12:33

Humm... fóru sparnaðaráætlanirnar þínar ekki frekar til japanska símafyrirtækisins.... nema það sé kannski andskotinn.

Strumpakveðjur :)

Posted by: Strumpurinn at 15.11.03 13:35

Ja, er Vodafone andskotinn? Það er svo sem ágætis spurning.

Posted by: Svan at 15.11.03 13:36

Ég kalla tólf þúsund Yen mikið. Ég veit að það er reyndar skítur og kanill miðað við þær tölur sem ég hef stundum heyrt frá þínum símreikn. þegar þú ert að vinna á sumrin, en þetta er samt drullumikið!

Posted by: Svan at 15.11.03 20:09

Puh, þú hefðir annars bara eytt þessu í brennivín og póker og gleðikonur.

Ég er að kommenta hjá Svan. 8)

Posted by: Sibba at 20.11.03 22:00
Skrifa comment









Muna upplýsingar um þig?